JS Campers
JS Campers

Íþróttir

Davíð Arthur klúbbmeistari GG
Davíð Arthur og Gerða Hammer eru klúbbmeistarar Golfklúbbs Grindavíkur.
Mánudagur 15. júlí 2013 kl. 15:39

Davíð Arthur klúbbmeistari GG

Davíð Arthur Friðriksson fagnaði sigri í meistaramóti Golfklúbbs Grindavíkur sem lauk á laugardag. Davíð hafði betur gegn Helga Dan Steinssyni í umspili um sigurinn en þeir léku báðir samtals á 293 höggum eða 13 höggum yfir pari. Leiknar voru þrjá holur í umspilinu og hafði Davíð Arthur betur með fugli á þriðju holu í umspilinu. Hávarður Gunnarsson hafnaði í þriðja sæti á 299 höggum.

Um 55 kylfingar tóku þátt í mótinu. Rigning setti sinn svip á mótið en það ringdi vel á fyrsta og lokakeppnisdegi. Þrátt fyrir það var frábær stemmning meðal kylfinga GG og margir kylfingar að leika gott golf.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Í fyrsta flokki sigraði Lárus Guðmundsson með nokkrum yfirburðum. Í öðrum flokki sigraði Halldór Einir Smárason. Í þriðja flokki sigraði Óli Björn Björgvinsson. Í fjórða flokki sigraði Daníel Guðni Guðmundsson og í eldri flokki 55 ára og eldri sigraði Bjarni Andrésson. Hlutskörpust kvenna varð Gerða Kristín Hammer en hún og Þuríður tóku þátt í 3. flokki sem var opinn báðum kynjum þar sem einungis tvær konur voru þátttkendur í meistaramótinu að þessu sinni.

Lokastaða efstu kylfinga í mfl. karla:
1. Davíð Arthur Friðriksson, GG 76-71-74-72=293 +13
2. Helgi Dan Steinsson, GG 75-70 -74-74=293 +13
3. Hávarður Gunnarsson, GG 80-75-74-70=299  +19
4.-6. Kristinn Sörensen, GG 78-72-75-76=301 +21
4.-6. Fannar Jónsson, GG 76-80-71-74=301 +21
4.-6. Jón Júlíus Karlsson, GG 71-75-78-77=301 +21


Verðlaunahafar í meistaramóti Golfklúbbs Grindavíkur.


Halldór Einir Smárason, varaformaður GG, Helgi Dan Steinsson, Davíð Friðrik Arthursson, Hávarður Gunnarsson og Jón Júlíus Karlsson.