Darrell Lewis ekki meira með Grindavík?
Samkvæmt óstaðfestum heimildum Víkurfrétta er talsverðar líkur á því að Darrell Lewis leikmaður Grindvíkinga leiki ekki meira með liðinu í vetur þar sem hann meiddist á hné í leiknum gegn Njarðvík í 20. umferð Intersport-deildarinnar. Lewis fer í rannsókn í dag og þá kemur í ljós hvað hrjáir kappann.Hann lék ekki með Grindvíkingum þegar þeir sigruðu Hauka í gær vegna meiðslanna. Lewis hefur verið að spila gríðarlega vel í vetur og fallið vel inní skemmtilegt Grindavíkurlið og væri í raun agalegt fyrir Grindavík að missa þennan mikilvæga leikmann.