Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Darboe áfram hjá UMFG
Laugardagur 21. apríl 2007 kl. 16:44

Darboe áfram hjá UMFG

Daninn Adam Darboe skrifaði í dag undir eins árs samning við körfuknattleiksdeild Grindavíkur.

Darboe, sem er 20 ára gamall, lék feikivel fyrir Grindavík síðasta vetur og er mikill fengur að því að Grindvíkingar hafi tryggt sér þjónustu hans næsta vetur. Hann steig rækilega upp í úrslitakeppninni og skoraði að meðaltali rúm 14 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 4 fráköst.

Hann hefur þó ákvæði í samningnum um að hann geti farið til annars liðs ef betra tilboð berst honum fyrir 15. júlí nk.

Með því er búið að ganga frá samningum allra leikmanna UMFG og einnig er ljóst að Friðrik Ragnarsson mum þjálfa liðið áfram.

Þess má geta að lokahóf körfuknattleiksdeildarinnar fer fram í kvöld og verður þar margt um dýrðir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024