Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 22. júlí 2003 kl. 09:49

Danskir þjálfarar í heimsókn hjá badmintondeild Keflavíkur

Tveir danskir badmintonþjálfarar, þau Claus og Dorthe, komu á æfingar hjá Keflavík dagana 16. og 17. júlí síðastliðinn í boði UMFÍ og BSÍ. Var dvöl þeirra liður í kynningu á badmintoníþróttinni um land allt. Hér voru þau í boði badmintondeildarinnar. Æfingarnar stóðu yfir í fjórar klukkustundir hvorn dag. Flestir iðkendur hjá deildinni mættu og höfðu bæði gagn og gaman af. Farið var í alla þætti þjálfunar bæði fyrir yngri og eldri spilara. Í deildinni eru u.þ.b. 70 iðkendur á öllum aldri. Aðalstjórn Keflavíkur Íþrótta- og ungmannafélags bauð hinum erlendu gestum og forsvarsmönnum badmintondeildarinnar til hádegisverðar á fimmtudeginum. Í lok seinni dags var farið með þau í Bláa lónið og þeim svo boðið í kvöldverð á Sjávarperlunni í Grindavík. Nýtt æfingatímabil hefst hjá deildinni með skráningu þriðjudaginn 5.ágúst kl.18.00-20.00 í K-húsinu við hringbraut.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024