Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Dansari úr Njarðvík Kaupmannahafnarmeistari og bikarmeistari
Þriðjudagur 10. mars 2009 kl. 10:22

Dansari úr Njarðvík Kaupmannahafnarmeistari og bikarmeistari

Aníta Lóa Hauksdóttir 10 ára gömul Njarðvíkurmær varð tvöfaldur bikarmeistari síðastliðna helgi í Latin og Ballroom dönsum barna ásamt dansfélaga sínum Pétri Fannari Gunnarssyni.  

Helgina 13-15 febrúar urðu þau Kaupmannahafnarmeistarar í Latin dönsum og Ballroom og Latin dönsum samanlagt(combi)  í flokki barna 11 ára og yngri.  Þetta var þriðja árið í röð sem þau ná þessum frábæra árangri.  

Þetta er stórkostlegur árangur hjá ungu danspari sem stefnir í að ná enn lengra í sinni íþrótt.  Næsta stórkeppni er hin fræga danskeppni í Blackpool, Englandi um páskana.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024