Danka hetja Keflavíkur á Akureyri
Keflavík komst að nýju upp í 3. sæti Landsbankadeildar kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi eftir 2-1 sigur á Þór/KA fyrir Norðan. Heimakonur komust í 1-0 en Keflvíkingar gerðu tvö mörk á lokasprettinum og fögnuðu því góðum baráttusigri í gær.
Ivana Ivanovic kom Þór/KA í 1-0 á 30. mínútu í gær og þannig stóðu leikar í hálfleik en í þeim síðari reyndist Danka Podovac vera hetja Keflavíkur er hún jafnaði metin í 1-1 á 81. mínútu og gerði svo sigurmark leiksins á 90. mínútu eða rétt áður en lokaflautið gall.
Keflavíkurkonur eru nú í 3. sæti Landsbankadeildarinnar með 15 stig eftir níu leiki en KR og Valur eru nokkuð langt á undan. Valur í toppsætinu með 28 stig og KR í 2. sæti með 25 stig.
VF-mynd/ [email protected] - Danka í baráttunni gegn Þór/KA á Keflavíkurvelli fyrr í sumar þar sem Keflavík hafði 7-0 sigur í leiknum.