Daninn farinn
Ólánið í leikmannamálum heldur áfram að elta kvennalið Grindavíkur í körfuboltanum. Nýlega var tilkynnt að liðið hefði fengið í sínar raðir hina dönsku Idu Tryggedsson frá háskólaliði TCU. Tryggedsson lofaði góðu því hún gerði 31 stig fyrir Grindavík þegar liðið mætti Njarðvík í æfingaleik á dögunum. Hún fór af landi brott í gær af persónulegum ástæðum og er ekki búist við að hún spili með liðinu í vetur.
Fyrsti leikur Grindavíkurliðis á Íslandsmótinu verður annað kvöld þegar þær taka á móti Fjölni. Grindavík er spáð sjötta sætinu en Fjölnir því áttunda.