Danielle Rodriguez verður íslenskur ríkisborgari
Danielle Rodriguez, leikmaður Subway-deildarliðs Grindavíkur, er ein þeirra sem Alþingi lagði til um helgina að verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur.
Dani hefur verið öflug sem leikmaður og þjálfari hjá Grindavík og fleiri íslenskum félögum á undanförnum árum, nú er hún á góðri leið með að verða fullgildur Íslendingur og á því innan skamms möguleika á að leika með landsliði Íslands auk þess sem hún kemur þá til með að leika sem íslenskur leikmaður Grindavíkur.