Daníel skoraði og Ingvar hélt hreinu í norska boltanum
Grindvíkingurinn Daníel Leó Grétarsson skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir Álasund í 3-1 sigri gegn Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Daníel er að leika sitt þriðja tímabil með liðinu.
Njarðvíkingurinn Ingvar Jónsson stóð í markinu hjá Sandefjord þar sem hann hélt hreinu í fyrst sinn á tímabilinu í 2-0 sigri liðsins.