Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Daníel sigursæll í Grindavík
Daníel Árnason (fyrir miðju) úr Judofélagi Reykjanesbæjar vann tvenn gullverðlaun á Haustmóti Júdósambands Íslands.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 7. október 2021 kl. 06:49

Daníel sigursæll í Grindavík

Daníel Dagur Árnason úr Judofélagi Reykjanesbæjar (JRB) vann til gullverðlauna í sínum flokkum á Haustmóti Júdósambands Íslands sem fór fram í Grindavík um helgina. Daníel vann allar sínar viðureignir örugglega á ippon (fullnaðarsigur) en hann keppti í tveimur flokkum, unglingaflokki (U21 -66 kg) og í fullorðinsflokki (-66 kg). Daníel var einnig valinn á dögunum úr landsliðinu til að keppa á Opna finnska meistaramótinu sem fer fram 30. október næstkomandi í Turku í Finnlandi og því eru stífar æfingar framundan hjá kappanum.  

Auk JRB  sendi Þróttur Vogum tvo keppendur til leiks, Jóhannes Pálsson og Rinesu Sopi. Þau stóðu sig vel á mótinu en tókst ekki að vinna glímu að þessu sinni. Grindavík sendi fjóra keppendur sem stóðu sig einnig frábærlega. Zofia Dreksa vann eina glímu og uppskar silfur á móti Szymon Bylicki sem fékk brons. Friðdísi Elíasdóttur vann silfurverðlaun og Kent Mazowiecki vann til bronsverðlauna á mótinu.


Úrslit úr mótinu (Suðurnesjamenn eru feitletraðir)
Dr. U13 -42 (3)

1. Orri Helgason (JR)
2. Zofia Dreksa (UMFG)
3. Szymon Bylicki (UMFG)

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
St. U15 -70 (2)

1. Weronika Komendera (JR)
2. Friðdís Elíasdóttir (UMFG)

St. U15 +70 (2)

1. Helena Bjarnadóttir (JR)
2. Rinesa Sopi (Þróttur)

Dr. U15 -73 (3)

1. Mikael Ísaksson (JR)
2. Styrmir Hjaltason (Selfoss)
3. Kent Mazowiecki (UMFG)

Dr. U18 -81 (2)

1. Jakub Tomczyk (Selfoss)
2. Jóhannes Pálsson (Þróttur)

Dr. U21 -66 (4)

1. Daníel Árnason (JRB)
2. Aðalsteinn Björnsson (JR)
3. Nökkvi Viðarsson (JR)
4. Helgi Hrafnsson (JR)

Dr. U21 -81 (2)

1. Jakub Tomczyk (Selfoss)
2. Jóhannes Pálsson (Þróttur)

Karlar -66 (3)

1. Daníel Árnason (JRB)
2. Aðalsteinn Björnsson (JR)
3. Helgi Hrafnsson (JR)