Daniel og Geoff hættir hjá Keflavík
Daniel Severino og Geoff Miles munu ekki leika meira með knattspyrnuliði Keflavíkur í sumar en knattspyrnudeild Keflavíkur hefur leyst þá undan samningum sínum við félagið eftir að leikmennirnir áttu fund með knattspyrnudeildinni.
Daniel hefur leikið alla leikina í sumar með Keflavík og gerði eitt mark en Geoff lék fimm leiki með liðinu og m.a. báða leikina gegn Norður-írska liðinu Dungannon Swifts.
www.keflavik.is
VF-mynd/ Jón Örvar