Daníel Leó og Guðrún Bentína best í Grindavík
Þau Daníel Leó Grétarsson og Guðrún Bentína Frímannsdóttir voru kjörin bestu leikmennirnir í knattspyrnunni hjá Grindavík eftir sumarið. Lokahóf knattspyrnudeildar UMFG var haldið á laugardaginn s.l. í íþróttahúsinu í Grindavík, en rúmlega 350 matargestir og um 500 manns skemmtu sér á balli með Stjórninni. Veislustjórinn var Njarðvíkingurinn Örvar Þór Kristjánsson sem fór á kostum. Þeir KK og Helgi Björns komu gestum í gírinn fyrir ballið.