Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Daníel Leó og Guðrún Bentína best í Grindavík
Hákon Ívar Ólafsson efnilegasti leikmaðurinn hjá körlunum, Margrét Albertsdóttir markadrottning, Guðrún Bentína Frímannsdóttir besti leikmaðurinn, Daníel Leó Grétarsson besti leikmaðurinn og Juraj Grizelj markakóngur.
Föstudagur 26. september 2014 kl. 12:24

Daníel Leó og Guðrún Bentína best í Grindavík

Þau Daníel Leó Grétarsson og Guðrún Bentína Frímannsdóttir voru kjörin bestu leikmennirnir í knattspyrnunni hjá Grindavík eftir sumarið. Lokahóf knattspyrnudeildar UMFG var haldið á laugardaginn s.l. í íþróttahúsinu í Grindavík, en rúmlega 350 matargestir og um 500 manns skemmtu sér á balli með Stjórninni. Veislustjórinn var Njarðvíkingurinn Örvar Þór Kristjánsson sem fór á kostum. Þeir KK og Helgi Björns komu gestum í gírinn fyrir ballið.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024