Daníel Leó kallaður inn í landsliðið
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska A landsliðs karla í knattspyrnu, hefur gert tvær breytingar á leikmannahópi íslenska landsliðsins sem leikur gegn Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM 2022, leikirnir fara fram á Laugardalsvelli 8. og 11. október næstkomandi.
Grindvíkingurinn Daníel Leó Grétarsson hefur verið kallaður inn í landsliðshópinn en hann á einn A landsleik að baki, gegn Kanada í janúar 2020. Þá hefur Mikael Egill Ellertsson einnig verið kallaður í hópinn.