Daníel Leó á leið til Noregs
Grindvíski knattspyrnumaðurinn Daníel Leó Grétarsson er á leið til reynslu hjá norska úrvalsdeildarliðinu Aalesund á næstu dögum. Hinn 19 ára gamli varnarmaður hefur átt fast sæti í Grindavíkurlðinu undanfarin tvö ár, en hann hefur spilað 21 leik í 1. deild í ár og skorað eitt mark. Daníel hefur leikið 10 leiki með U19 liði Íslands og var kjörinn efnilegast leikmaður Grindavíkur í fyrra. Aalesund er sem stendur í 11. sæti norsku úrvalsdeildarinnar.