VF jólalukka 25
VF jólalukka 25

Íþróttir

Daníel Guðni til Grindvíkinga
Föstudagur 21. desember 2012 kl. 09:13

Daníel Guðni til Grindvíkinga

Körfuboltakappinn Daníel Guðni Guðmundsson er kominn aftur til Íslands eftir að hafa stundað nám í Svíþjóð síðastliðið ár eða svo en viðtal við kappan birtist í Víkurfréttum á dögunum. Nú hefur Daníel, sem er uppalinn í yngri flokkum Njarðvíkinga, ákveðið að ganga til liðs við Grindvíkinga í Dominos-deild karla.

„Grindavík sýndi mér mikinn áhuga er þeir fréttu að ég væri á leiðinni heim og það er í raun aðalatriðið. Ég er tilbúinn að berjast fyrir mínútum í þessu liði. Þetta er sterkur hópur og munu vera kljást í toppnum eins og undanfarin ár og það er heillandi. Ekki skemmir fyrir að spila með besta vini sínum en það hafði mikið að segja um ákvörðun mína.“ sagði Daníel í spjalli við Karfan.is en þar er hann að ræða um fyrrum leikmann Njarðvíkinga Jóhann Árna Ólafsson sem nú leikur með gulum.

 

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25