Daníel Guðni til Grindavíkur
Daníel Guðni Guðmundsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokkum karla og kvenna í körfu í Grindavík. Daníel stýrði karlaliði Njarðvíkur í fyrra og árið þar áður. Hann mun einnig sinna öðrum störfum fyrir klúbbinn og yngri flokka starfinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Körfuknattleiksfélagi Grindavíkur en í henni kemur einnig fram að fleiri fréttir séu væntanlegar á næstu dögum en Grindavík hefur misst fjóra leikmenn í körfunni núna á síðastliðnum dögum, þá Þorstein Finnbogason, Ómar Örn Sævarsson og Dag Kár Jónsson.