Damon Johnson spilar í efstu deild á Spáni
Fram kemur á heimasíðu KKÍ að körfuboltakempan og Keflvíkingurinn Damon Johnson skrifaði fyrir nokkru undir samning við lið Murcia sem leikur í efstu deildinni á Spáni, en vermir um þessar mundir botnsæti deildarinnar. Spænska deildin er ein sú sterkasta í heimi í dag og þykir því mikið afrek hjá Damon að komast að þar.
Damon lék með Caceras í næstefstu deild Spánar framan af vetri og stóð sig mjög vel þar, en félagið hafði hinsvegar verið í vandræðum með að standa við launagreiðslur til Damons og því tók hann boði Murcia um að leika með þeim út tímabilið.