Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Damon Johnson og Skúli Tyson mætast í hringnum
Miðvikudagur 4. desember 2013 kl. 08:55

Damon Johnson og Skúli Tyson mætast í hringnum

Perla frá árinu 2003

Körfuboltagoðsögnin Damon Johnson vakti athygli á dögunum þegar hann kom til Íslands og lék með Keflvíkingum á ný eftir 10 ára hlé. Damon lék með Keflvíkingum frá árunum 1996-2003 ef frá er skilið eitt tímabil þar sem hann lék með ÍA. Damon vakti gjarnan athygli innan sem utan vallar en hann var afar vinsæll meðal bæjarbúa í Keflavík.

Svo vinsæll var kappinn að hann var fenginn til þess að leika í sjónvarpsauglýsingum og sitja fyrir sem fyrirsæta stöku sinnum. Nú hefur dúkkað upp gamalt myndband þar sem þeir Damon Johnson og Skúli Steinn Vilbergsson, oft nefndur Tyson, reyna fyrir sér í boxhringnum. Myndbandið sem er sjónvarpsauglýsing fyrir Sýn, er frá árinu 2003 og sýnir þá félaga í fantaformi þar sem þeir láta höggin dynja á hvor öðrum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér að neðan má sjá myndbandið góða.

BOX Damon vs Skuli Tyson from Gardar arnarson on Vimeo.