Damon Johnson: brátt Íslendingur
Fyrir Alþingi Íslendinga liggur tillaga um að Damon Johnson körfuboltakappi í liði Keflavíkur hljóti Íslenskan ríkisborgararétt. Tillagan var lögð fyrir Allsherjarnefnd alþingis í dag og hefur Kristján Pálsson alþingismaður unnið ötullega að málinu. Gert er ráð fyrir því að tillagan verði afgreidd út úr þinginu í næstu viku. Nánar verður fjallað um málið á fréttavef Víkurfrétta, vf.is á morgun.