Damon Bailey til Njarðvíkinga
Körfuknattleikslið Njarðvíkur hefur komist að munnlegu samkomulagi við Bandaríkjamanninn Damon Bailey um að leika með liðinu það sem eftir er vetrar. Hann kemur í stað Chuck Long sem olli miklum vonbrigðum með frammistöðu sinni. Enn á eftir að skrifa undir samninga en Bailey er væntanlegur til landsins bráðlega. Hann mun þó ekki leika með Njarðvíkingum gegn Stjörnunni á fimmtudag.
Bailey hefur áður leikið með þremur liðum hér á landi, Þór, Hamri og Grindavík og hefur sannað sig sem einn öflugasti leikmaður deildarinnar á þeim tíma. Hann hefur skorað um 25 stig í leik og tekið 10 fráköst.