Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Dagur Kár yfirgefur Grindavík
Föstudagur 20. apríl 2018 kl. 19:12

Dagur Kár yfirgefur Grindavík

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur tilkynnti í dag á Facebook að Dagur Kár Jónsson, leikmaður Grindavíkur í körfu hefur ákveðið að færa sig yfir í Stjörnuna og mun því ekki leika með Grindavík á næstu leiktíð. Stjarnan er uppeldisfélag Dags en í samningi Dags er uppsagnarákvæði sem dagur nýtti sér. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu frá Grindavík.

Kæru stuðningsmenn.
Okkur bárust þau tíðindi í gær að Dagur Kár Jónsson hefur ákveðið að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við KKD Grindavíkur og ganga til liðs við Stjörnuna. Dagur Kár er drengur góður og óskum við honum alls hins besta í því sem að hann tekur sér fyrir hendur. Hann er með þessu að snúa aftur á heimaslóðir og einfaldlega að elta ræturnar. Sýnum við því fullan skilning.
Við viljum þó lýsa yfir vonbrigðum okkar með þessa ákvörðun hans sem og vinnubrögðum Stjörnumanna í þessu máli. Samningurinn sem að Dagur Kár gerði við félagið í fyrravor var til tveggja ára með áðurnefndu uppsagnarákvæði. Þetta ákvæði tekur ekki gildi fyrr en 1. maí næstkomandi og er Dagur því enn leikmaður Grindavíkur og samningsbundinn félaginu. Staða félagsins í þessu máli er mjög erfið og réttur félagsins nánast enginn. Þar spila inn í reglur varðandi félagsskipti sem lítið er hægt að gera við. Leikmaðurinn hafði tilkynnt forráðamönnum félagsins, þjálfara liðsins sem og leikmönnum þess að hann ætlaði að klára sinn samning og spila áfram með liðinu. Voru plön fyrir næsta vetur farin af stað og hann hafður með í ráðum. Kom þessi ákvörðun hans því eins og köld tuska framan í KKD Grindavíkur og setur plön deildarinnar varðandi næsta vetur í ákveðið uppnám. Nú þurfum við að hefja skipulagsvinnu næsta tímabils aftur, sem við munum gera að enn meiri krafti og dugnaði en áætlað var. Maður kemur í manns stað. Þeir fiska sem róa. Áfram Grindavík.
 

Public deli
Public deli