Dagur Kár tryggði sigurinn

Grindavík fékk Val í heimsókn í kvöld í Domino´s deild karla í körfu. Leikurinn endaði með eins stigs sigri Grindavíkur og voru lokatölur leiksins 90-89 en Dagur Kár tryggði sigur Grindavíkur á loka sekúndum leiksins. Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik og eftir fyrsta leikhluta var staðan 24-21 og hálfleikstölur leiksins voru 45-54 en Valur var með yfirhöndina þegar liðin gengu í klefann. Valur stjórnaði leiknum í þriðja leikhluta og voru yfir 61-69 eftir hann. Lið Grindavíkur kom sterkt til baka í fjórða leikhlutann og náðu að saxa á forskot Valsmanna og stálu sigrinum með lokakörfu Dags.

Stigahæstu leikmenn Grindavíkur í kvöld voru Rashad Whack með 21 stig og 4 fráköst, Ólafur Ólafsson með 17 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar, Dagur Kár með 16 stig, 5 fráköst og 7 stoðsendingar og Sigurður Þorsteinsson með 11 stig og 13 fráköst.