Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Dagskrá Stjörnuleikjanna á morgun
Föstudagur 13. janúar 2006 kl. 14:18

Dagskrá Stjörnuleikjanna á morgun

Það ætti engum körfuknattleiksáhugamanni að leiðast á morgun þegar Stjörnuleikir KKÍ fara fram í DHL – höllinni í vesturbænum í Reykjavík. Dagskráin er stútfull af skemmtilegum uppákomum og verður leikgleðin í fyrrirúmi þegar bestu leikmenn landsins sýna listir sínar. Hér að neðan gefur að líta dagskrá morgundagsins en þess má geta að fjölmargir leikmenn af Suðurnesjum taka þátt í leikjunum á morgun og þar á meðal verður Egill 216 Jónasson þátttakandi í troðslukeppninni ásamt A.J. Moye.

Kynnir: Guðjón Þorsteinsson

13.30 Stjörnuleikur kvenna
13.45 Skotleikur –
14.00 Hálfleikur – Þriggja stiga skotkeppni kvenna
14.20 Seinni hálfleikur hefst
14.35 Bónusskotið
14.50 Valinn maður leiksins er leiknum líkur.

14.55 Leikur KKÍ gegn íþróttafréttamönnum

 
15.10 Skotkeppni karla
15.30 Stjörnuleikur karla
15.50 Skotleikur –
16.10 Hálfleikur - Troðslukeppni karla
16.40 Seinni hálfleikur hefst
17.00 Bónusskotið

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024