Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Laugardagur 6. febrúar 1999 kl. 13:19

DAGSFORMIÐ SKIPTIR MÁLI

„Það er alltaf stór stund að leika til úrslita í bikarkeppni KKÍ, þá sérstaklega gegn Keflvíkingum. Þó lið mitt hafi ekki leikið vel að undanförnu vil ég minna á það að liðin eru jöfn í innbyrgðisviðureignum tímabilsins og við mætum ekki til þess eingöngu að vera með heldur til að sigra. Liðin þekkja styrkleika og veikleika hvors annars enda oft leikið til úrslita og því skiptir dagsformið öllu máli. Möguleikar liðanna eru jafnir og stuðningur áhorfenda gríðarlega mikilvægur og hvet ég alla Njarðvíkinga til að mæta og blása baráttuanda í brjóst leikmanna.”
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024