Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Dæmir leiki í Meistaradeild og Evrópubikar kvenna
Þriðjudagur 18. nóvember 2008 kl. 09:45

Dæmir leiki í Meistaradeild og Evrópubikar kvenna

Sigmundur Már Herbertson dómari verður á ferð og flugi næstu tvær vikur en hann mun halda áfram að dæma Evrópuleiki fyrir FIBA Europe.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Næstu tvö verkefni verða annarsvegar viðureign BC Star og Spartak Moscow í Eurocup kvenna en sá leikur fer fram í Eistlandi þann 21. nóvember. Meðdómari hans þá verður frá Finnlandi.

Síðan bættist við í dag annað verkefni þann 26. nóvember en það er leikur í Meistaradeild kvenna sem fram fer í Frakklandi, viðureign Hainaut Basket gegn Jolly JBS Sibenik. Meðdómarar hans í þeim leik koma frá Englandi og Danmörku.