Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 3. september 2002 kl. 09:16

Dæmd frá þátttöku í æfingum, sýningum og keppni

Dómstóll Íþrótta- og ólympíusambandsins Íslands (ÍSÍ) hefur útilokað þrjá íþróttamenn frá keppni í mótum á vegum ÍSÍ, sérsambanda þess og félaga eða deilda innan sérsambanda ÍSÍ í allt að tvö ár vegna lyfjanotkunar. Refsingin tekur gildi frá og með birtingu dómanna, en þeir voru kveðnir upp í síðustu viku og birtir á heimasíðu ÍSÍ í gær, mánudag. Þar á meðal er Freyja Sigurðardóttir fitnesskona.Íþróttamennirnir stóðust ekki lyfjapróf sem tekið var á Íslandsmótinu í hreysti ("fitness"). Þyngstan dóminn fá Freyja Sigurðardóttir og Guðni Freyr Sigurðsson sem dæmd eru óhlutgeng til þátttöku í æfingum, keppnum og sýningum í tvö ár, en Kristján Borgar Samúelsson fékk þriggja mánaða útskúfun. Morgunblaðið greinir frá.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024