Crystal Smith aftur í Röstina
Bandaríski bakvörðurinn Crystal Smith er mætt aftur í raðir Grindvíkinga í Domino's deild kvenna í körfubolta. Smith mun leika með liðinu í botnslagnum gegn Njarðvík í kvöld í Ljónagryfjunni. Smith lék með Grindavík á síðustu leiktíð og var þá með tæp 26 stig að meðaltali í leik.
Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari Grindvíkinga staðfesti þessi tíðindi við Karfan.is nú í morgunsárið.