Crossfit í Reykjanesbær lætur gott af sér leiða
Laugardaginn 16. mars 2013 ætla meðlimir í Crossfit í Reykjanesbæ að láta gott af sér leiða og taka þátt í söfnuninni Karlmenn og krabbamein. "Styrktar"-æfingin verður frá 10:00 til 12:30 í Sporthúsinu og geta allir tekið þátt. Þátttökugjaldið sem rennur óskert til söfnunarinnar er 500 kr. á mann en að sjálfsögðu má greiða meira
Æfingin er 12 mín AMRAP af:
- 10 ketilbjöllusveiflur 20 / 12
- 10 uppsetur
- 10 airsquats
Allir velkomnir og um að gera að taka með sér fjölskyldumeðlimi og vini.
Auka 10 reps fyrir þá sem mæta með mottu hvort sem er ekta eða ekki.