Craion sökkti Grindvíkingum á lokasekúndunni
- vörn Grindvíkingar svaf á verðinum í lokasókn Íslandsmeistaraliðsins
Grindvíkingar töpuðu naumlega gegn Íslandsmeistaraliði KR í kvöld í Röstinni í Grindavík 73-71. Michael Craion skoraði sigurkörfuna einni sekúndu fyrir leikslok. Heimamenn voru til alls líklegir gegn KR og voru tíu stigum yfir eftir þriðja leikhlutann. Lokaleikhlutinn varð þeim að falli þar sem Grindavík skoraði aðeins 8 stig gegn 17 stigum KR-inga. Staðan í hálfleik var 37-41 fyrir KR en í þriðja leikhluta náði Grindavík að komast yfir 63-53.
Grindavík er í níunda sæti með 14 stig eftir 16 umferðir en KR er í efsta sæti með 30 stig en liðið hefur aðeins tapað einum leik á leiktíðinni gegn Tindastól.
Rodney Alexander var stigahæstur í liði Grindavíkur með 25 stig og 12 fráköst en Jón Axel Guðmundsson átti einnig fínan leik með 12 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar. Michael Craion skoraði 28 stig fyrir KR og tók 13 fráköst, Pavel Ermolinskij var með 12 stig, 8 fráköst og 10 stoðsendingar.
Grindavík-KR 71-73 (17-19, 20-22, 26-15, 8-17)
Grindavík: Rodney Alexander 25/12 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 12/7 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 12/7 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 10, Ómar Örn Sævarsson 5/6 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 5/4 fráköst, Hinrik Guðbjartsson 2, Björn Steinar Brynjólfsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Nökkvi Harðarson 0, Oddur Rúnar Kristjánsson 0, Þorsteinn Finnbogason 0.
KR: Michael Craion 28/13 fráköst, Pavel Ermolinskij 12/8 fráköst/10 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 10/5 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 9/4 fráköst, Darri Hilmarsson 7/7 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 4, Björn Kristjánsson 3, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 0, Illugi Steingrímsson 0, Finnur Atli Magnússon 0, Darri Freyr Atlason 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson, Einar Þór Skarphéðinsson
Áhorfendur: 329
Staða:
1 KR 16 15 1 1585 - 1300 30
2 Tindastóll 16 12 4 1519 - 1373 24
3 Njarðvík 16 10 6 1392 - 1310 20
4 Stjarnan 15 9 6 1332 - 1297 18
5 Þór Þ. 16 9 7 1504 - 1515 18
6 Snæfell 16 8 8 1418 - 1426 16
7 Keflavík 16 8 8 1339 - 1387 16
8 Haukar 15 7 8 1315 - 1306 14
9 Grindavík 16 7 9 1411 - 1451 14
10 ÍR 16 3 13 1366 - 1448 6
11 Fjölnir 15 3 12 1245 - 1409 6
12 Skallagrímur 15 3 12 1204 - 1408 6