Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Covid-smit greindist í leikmannahópi Grindavíkur
Úr leik Grindavíkur og Fjölnis fyrr í sumar. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 14. júlí 2021 kl. 11:23

Covid-smit greindist í leikmannahópi Grindavíkur

Knattspyrnudeild Grindavíkur var rétt í þessu að senda frá sér tilkynningu þess efnis að leikmaður meistaraflokks karla hjá Grindavík hafi greinst jákvæður fyrir Covid-19 í gærkvöldi.

Allir leikmenn meistaraflokka Grindavíkur hafa verið bólusettir og það sama á við um umræddan leikmann. Hann finnur ekki fyrir einkennum en er kominn í einangrun.
Stjórn og þjálfarar hafa tekið á þessu máli föstum tökum og ætla að kæfa það í fæðingu. Allir leikmenn og starfslið Grindavíkur ífer  sýnatöku í dag til að ná tökum á málinu.

Tilkynning knattspyrnudeildar Grindavíkur í heild sinni sem birtist á Facebook-síðu hennar:
„Í gærkvöldi greindist leikmaður hjá meistaraflokki karla hjá Grindavík jákvæður fyrir Covid-19 smiti. Umræddur leikmaður er bólusettur líkt og allir aðrir leikmenn meistaraflokka félagsins. Leikmaðurinn er kominn í einangrun og finnur ekki fyrir einkennum.
Næstu skref voru ákveðin í samráði við smitrakningateymi sem telur ekki þörf á því að neinn úr leikmannahópnum eða starfsliði Grindavíkur þurfi að fara í sóttkví að svo stöddu.
Stjórn félagsins og þjálfarar ákváðu í gærkvöldi að senda alla leikmenn liðsins í sýnatöku í dag til að ná strax utan um umfangið á málinu. Nú þegar hefur meirihluti liðsins og starfslið farið í sýnatöku.
Við vonum að málið fái farsælan endi þegar niðurstöður úr sýnatöku liggja fyrir síðar í dag. Félagið hefur nú þegar gert KSÍ og Grindavíkurbæ viðvart um málið.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024