Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Mánudagur 3. júní 2002 kl. 22:35

Coca-Cola sigur hjá Njarðvík

Njarðvíkingar sigruðu Fjölni 1-5 í 2. umferð Coca-Cola bikarsins í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram í Egilshöll vegna slæms ástands vallarins hjá Fjölni. Reyni Sandgerði gekk ekki alveg jafn vel í sömu keppni því þeir töpuðu 1-2 fyrir Aftureldingu á heimavelli. Þar með eru Njarðvíkingar komnir áfram í 3. umferð en Reynismenn sitja eftir með sárt ennið.Umferðin heldur áfram á þriðjudag en þá spilar U23 ára lið Keflvíkinga við U23 ára lið Framara í Reykjavík og U23 ára lið Grindvíkinga tekur á móti HSH. Leikirnir hefjast báðir kl. 20:00.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024