Christine valin ofurhlaupari ársins
Grindvíkingurinn Christine Buchholz var um helgina útnefnd ofurhlaupari ársins 2012 í kvennaflokki á uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Ísland. Christine hefur tekið þátt í nokkrum ofurhlaupum á árinu með glæsilegum árangri.
Á myndinni eru Christine ásamt Sigurjóni Sigurbjörnssyni sem sigraði í karlaflokki.