Carolina Mendes yfirgefur Grindavík
Carolina Mendes sem leikur með portúgalska landsliðinu í knattspyrnu hefur samið við Atalanta Mozzancia í Serie A á Ítalíu. Carolina lék með Grindavík í Pepsi-deild kvenna í sumar þar sem hún var markahæsti leikmaður þeirra og var stór hlekkur í liðinu. Grindavík leitar nú að nýjum þjálfara fyrir liðið og einnig öðrum öflugum sóknarmanni.
Þær Anna Þórunn Guðmundsdóttir og Bentína Frímannsdóttir hafa lagt skóna á hilluna og Sara Hrund Helgadóttir hefur tekið sér frí frá knattspyrnu vegna höfuðmeiðsla.