Byrjendahópur fimleikadeildar Keflavíkur í 1. sæti á vormóti
Byrjenda vormótið í trompfimleikum fór fram 12. maí sl. og var Keflavík með tvö lið á mótinu. Stúlkurnar stóðu sig mjög vel en B-1 hópurinn, undir stjórn Hildar Maríu Magnúsdóttur, varð í 1. sæti með samanlagða einkunn 22.65. Einnig urðu þær í 1. sæti í gólfæfingum með einkunina 8.4.
Þetta var síðasta mót vetrarins hjá fimleikadeildinni en vetrastarfinu mun ljúka með vorsýningu 23. maí í íþróttahúsinu við Sunnubraut og eru allir hvattir til að koma.
Þetta var síðasta mót vetrarins hjá fimleikadeildinni en vetrastarfinu mun ljúka með vorsýningu 23. maí í íþróttahúsinu við Sunnubraut og eru allir hvattir til að koma.