Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Byrjar ekki nógu vel í Búdapest
Fimmtudagur 14. júlí 2005 kl. 14:27

Byrjar ekki nógu vel í Búdapest

Birkir Már Jónsson og Helena Ósk Ívarsdóttir, sundmenn frá ÍRB, hófu keppni í dag á Evrópumeistaramóti unglinag (EMU) í sundi. Mótið fer fram í Búdapest í Ungverjalandi en þau Birkir og Helena voru aðeins frá sínum bestu tímum í morgun.

Birkir synti 100 metra flugsund á 58,19 sekúndum en hans besti tími er 57,64 sekúndur. Hann var því í 29. sæti en Helena Ósk varð í 33. sæti í 50 metra bringusundi þegar hún synti á 35,52 sekúndum. Hennar besti tími er 34,89 sekúndur. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024