Byko í samstarf með Keflavík
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur og Byko undirrituðu fyrir helgi samstarfssamning sem felur í sér að verslunin auglýsir á keppnisbúningum karla- og kvennaliða félagins.
Birgir Bragason frá körfuknattleiksdeildinni og Víðir Atli Ólafsson, verslunarstjóri lýstu báðir yfir mikilli ánægju með samninginn og hlökkuðu til samstarfsins í framtíðinni.
VF-mynd/Þorgils - Jón Norðdal Hafsteinsson og Bryndís Guðmundsdóttir, leikmenn Keflavíkur, með þeim Birgi og Víði Atla.