Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Butler og Sverrir best í Iceland Express-deild kvenna
Þriðjudagur 3. janúar 2012 kl. 17:18

Butler og Sverrir best í Iceland Express-deild kvenna

KKÍ veitti í dag verðlaun í uppgjöri fyrri hluta Iceland Express-deildar kvenna. Besti leikmaðurinn var valin Jaleesa Butler hjá Keflavík en hún hefur leikið mjög vel það sem af er tímabili.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þjálfari Njarðvíkinga og A-landsliðs kvenna, Sverrir Þór Sverrisson, var svo valinn besti þjálfarinn. Pálína Gunnlaugsdóttir sem á dögunum var kjörinn Íþróttamaður Reykjanesbæjar var valin í fimm manna úrvalslið fyrri hlutans sem og Pertúnella Skúladóttir úr Njarðvík.

Úrvalslið fyrri hlutans má sjá hér að neðan.

Pálína Gunnlaugsdóttir, Keflavík
Hildur Sigurðardóttir, Snæfell
Petrúnella Skúladóttir, Njarðvík
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, KR
Jaleesa Butler, Keflavík





Myndir: Jaleesa Butler hefur verið lykilmaður í toppliði Keflvíkinga það sem af er vetri og Petrúnella Skúladóttir (neðri mynd) hefur verið feikilega öflug hjá Njarðvíkingum.