Butler með tröllatvennu í sigri á Snæfell
Keflavíkurstúlkur sigruðu gesti sýna frá Snæfel með 82 stigum gegn 66 á heimavelli sínum í gær. Nokkuð öruggur sigur hjá Keflavík að þessu sinni þrátt fyrir að Snæfelsstúlkur hafi verið að sýna fína baráttum á köflum í leiknum.
Leikurinn hófst á jöfnum nótum og voru Snæfell að sýna fína takta sem fyrr segir. Keflavíkurstúlkur voru hinsvegar gríðarlega áhugalausar á upphafsmínútum leiksins og héldu hreinlega að Snæfell hafi komið alla þessa leið til þess eins að vera með. En það var af og frá og það voru gestirnir sem reyndar mættu aðeins seint til leiks vegna óviðráðanlegra aðstæðna, sem leiddu eftir fyrsta leikhluta 19:22.
Jafnt var á tölum allt fram í miðjan annan leikhluta, en þá loksins fór Keflavíkurvélin í gang og þær gengu á lagið. Áður en háflleiksbjallan blés þá höfðu Keflavík komið sér í þægilegt 14 stiga forskot og toppuðu það með því að Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði flautukörfu, fallegt stökkskot úr miðjum teignum.
Keflavík héldu svo áfram að þjarma að gestum sínum í seinni hálfleik og voru komnar í 20 stiga forskot fyrir síðasta leikhlutann. Snæfell undir stjórn Inga Þórs verða seint sakaðar um að játa sig sigraða og blésu þær til sóknar í síðasta leikhlutanum og áttu flott „run“ en holan var of djúp að þessu sinni og þær einfaldlega höfðu ekki nógan kraft til að klára. Jaleesa Butler átti magnaðan leik með 27 stig og 20 fráköst og restin af liðinu var að skila sínu.
Stigaskor:
Keflavík: Jaleesa Butler 27/20 fráköst/3 varin skot, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 13/6 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 11/4 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Sara Rún Hinriksdóttir 9/6 fráköst, Lovísa Falsdóttir 7, Sandra Lind Þrastardóttir 6, Hrund Jóhannsdóttir 6/5 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2, Helga Hallgrímsdóttir 1, Sigrún Albertsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0.
Karfan.is