Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Burst í Hveragerði
Fimmtudagur 14. desember 2006 kl. 10:42

Burst í Hveragerði

Keflavíkurkonur komu sér upp að hlið Íslandsmeistara Hauka að nýju eftir stórsigur á nýliðum Hamars í Iceland Express deild kvenna í gær. Lokatölur leiksins voru 54-110 Keflavík í vil en gert var út um leikinn strax í fyrsta leikhluta.

Þegar stigataflan sýndi 6-41 að loknum fyrsta leikhluta var björninn unninn og eftirleikurinn auðveldur hjá Keflavík. Lokatölur urðu svo 54-110 eins og áður greinir. Stigahæst í liði Keflavíkur var Takesha Watson með 24 stig, 9 stolna bolta og 7 fráköst. Bryndís Guðmundsdóttir kom henni næst með 23 stig og 6 fráköst.

Hjá Hamri var Latreece Bagley atvkæðamest með 16 stig en Ragnheiður Magnúsdóttir var með 9 stig.

Keflvíkingar eru því í toppsætinu ásamt Haukum með 16 stig en liðin mætast í toppslag Iceland Express deildarinnar n.k. sunnudag, 17. desember. Hamar situr í fimmta sæti deildarinnar með tvö stig.

 

Tölfræði leiksins

 

VF-mynd/ Kesha í leik gegn Haukum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024