Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Burst hjá Grindvíkingum
Föstudagur 13. nóvember 2009 kl. 09:16

Burst hjá Grindvíkingum


Það var létt verk og löðurmannlegt fyrir Grindvíkinga að sigra Breiðablik þegar liðin áttust við gærkvöldi í Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Þrjátíu og tvö stig skildu liðin að í leikslok. Leikurinn fór fram í Smáranum.

Hvorki gekk né rak allan leikinn hjá lánlausum Blikum. Staðan í hálfleik var 54 - 31 fyrir Grindavík. Lokatölur urðu 104 - 72.
Darrel Flake er komin til liðs við Grindvíkinga og skoraði hann 21 stig í leiknum auk þess að hirða 7 fráköst.

Grindavík er í sjöunda sæti deildarinnar með 6 stig, hefur unnið þrjá leiki og tapað þremur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024