Bullock bestur og Magnús í úrvalsliðinu
Úrvalslið Iceland Express deildar karla í körfubolta var kunngjört í dag þar sem Grindvíkingurinn J´Nathan Bullock var valinn besti leikmaðurinn í síðari umferð deildarinnar. Keflvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson var valinn í úrvalsliðið og Jón Guðmundsson dómari frá Keflavík var valinn bestur úr þeirra stétt.
Úrvalsliðið:
Justin Shouse - Stjarnan
Magnús Þór Gunnarsson - Keflavík
Jón Ólafur Jónsson - Snæfell
Finnur Atli Magnússon - KR
J´Nathan Bullock - Grindavík
Dugnaðarforkurinn: Emil Barja - Haukar
Besti þjálfarinn: Benedikt Guðmundsson - Þór Þorlákshöfn
Besti dómarinn: Jón Guðmundsson - Keflavík
Mynd/karfan.is Úrvalsliðið í húsakynnum ÍSÍ í dag. Á myndina vantar Finn Atla Magnússon en faðir hans veitti verðlaununum viðtöku fyrir hans hönd.