Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Bullandi botnbarátta hjá Grindavík
Þriðjudagur 12. september 2006 kl. 10:43

Bullandi botnbarátta hjá Grindavík

Grindvíkingar urðu að játa sig sigraða, 2-1, á Laugardalsvelli þegar þeir mættu Valsmönnum. Jóhann Þórhallsson gerði mark Grindvíkinga í leiknum en Pálmi Rafn Pálmason gerði bæði mörk Valsmanna. Grindvíkingar eru sem fyrr í 8. sæti deildarinnar með 18 stig og hafa næstu tvær umferðir sem eftir eru til þess að bjarga sér frá falli. Með sigrinum í gær eiga Valsmenn möguleika á því að verða Íslandsmeistarar.

Pálmi Rafn kom Val í 1-0 á 60. mínútu leiksins og gerði svo sitt annað mark aðeins níu mínútum síðar. Jóhann Þórhallsson minnkaði muninn á 81. mínútu en þetta var hans níunda mark í deildinni og eru hann og Björgólfur Takefúsa, leikmaður KR, jafnir í 2. sæti. Flest mörk í sumar hefur Marel Baldvinsson gert fyrir Breiðablik eða 11 talsins. Hann er nú farinn erlendis í atvinnumennsku og hafa Jóhann og Björgólfur tvær umferðir til þess að jafna Marel eða fara upp fyrir hann.

Laugardaginn 16. september verður leikin heil umferð í Landsbankadeildinni og þá taka Keflvíkingar á móti Val á Keflavíkurvelli en Grindvíkingar heimsækja KR í vesturbæinn. Leikirnir hefjast kl. 16:00 á laugardag. FH-ingar fá Víkinga í heimsókn og geta með sigri tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.

Staðan í deildinni

[email protected]


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024