Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Búist við 800 manna innrás frá Eyjum
Laugardagur 25. september 2010 kl. 13:13

Búist við 800 manna innrás frá Eyjum

Búist er við allt að 800 Eyjamönnum á leik Keflavíkur og ÍBV í lokaumferð Pepsi-deildar karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Leikurinn fer fram á Sparisjóðsvellinum í Keflavík í dag kl. 14.

ÍBV getur orðið Íslandsmeistari í knattspyrnu með sigri á Keflavík og að því gefnu að Breiðablik misstígi sig gegn Stjörnunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í tilkynningu frá Keflavík, eru stuðningsmenn Keflavíkur hvattir til að mæta á leikinn og yfirgnæfa kórinn frá Vestmannaeyjum.