Búið að draga í bikarnum
Dregið var í 16-liða úrslit í Poweradebikarnum í körfubolta nú fyrr í dag. Alls voru sex lið frá Suðurnesjum í pottinum, kvenna- og karlalið frá Grindavík, Keflavík og Njarðvík. Í karlaflokki fá Keflvíkingar heimaleik á meðan Njarðvík og Grindavík leika á útivelli. Í kvennaflokki leika Grindavíkingar á útivelli á meðan Njarðvík og Keflavík sitja hjá.
Eftirfarandi lið drógust saman:
Poweradebikar · kvenna
Valur · FSu/Hrunamenn
Tindastóll · KR
Snæfell · Fjölnir
Hamar · Grindavík
Stjarnan · Haukar
Þór Akureyri · Breiðablik
2 lið sitja hjá: Keflavík og Njarðvík
Poweradebikar · karla
Keflavík · Þór Þorlákshöfn
Valur · Snæfell
Skallagrímur · Njarðvík
Stjarnan · ÍR
KR · Haukar-b
Tindastóll · Grindavík
Leiknir · Sindri eða Fjölnir (leikið 8. nóv.)
ÍA · Hamar
Leikdagar allra þessara leikja verður helgina 5.-7. desember.