Búið að draga í bikarkeppni yngri flokka
Í gærdag var dregið í 4-liða úrslit í bikarkeppni yngri flokka. Nú er spennan farin að magnast í bikarkeppninni og margar góðar viðureignir í vændum. Hallgrímur Brynjólfsson og Örvar Kristjánsson sáu um bikardráttinn í þetta sinn. Fjöldi Suðurnesjaliða verður í undanúrslitunum og eru nöfn þeirra feitletruð hér að neðan:
Unglingaflokkur karla:
KR - Keflavík
FSu - Fjölnir
Unglingaflokkur kvenna:
Haukar - KR
Grindavík situr hjá.
Drengjaflokkur:
Fjölnir B - KR
Haukar - Skallagrímur/Breiðablik
Stúlknaflokkur:
Haukar - Keflavík
Kormákur - Grindavík
11. flokkur drengja:
Breiðablik - Njarðvík
Fjölnir - Haukar
10. flokkur drengja:
Njarðvík - Tindastóll
Haukar - Hamar/Þór Þorlákshöfn
10. flokkur stúlkna:
Grindavík - Keflavík
Haukar - Njarðvík
9. flokkur drengja:
Keflavík - Þór Þorlákshöfn
Njarðvík - KR
9. flokkur stúlkna:
KR - UMFH/KFÍ
Njarðvík - Keflavík
Leikirnir í 4-liða úrslitum munu fara fram í febrúar. Úrslit yngri flokka munu svo fara fram 1.-2. mars á Selfossi.