Búið að draga í átta liða úrslit Mjólkurbikars karla og kvenna
Keflavík átti tvö lið í pottinum þegar dregið var um hvaða lið mætast í átta liða úrslitum Mjólkurbikars karla og kvenna í höfuðstöðvum KSÍ fyrr í dag.
Átta liða úrslit karla verða leikin 12. og 13. júní og átta liða úrslit kvenna 11. og 12. júní.
Í átta liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna mætast:
Breiðablik - Keflavík
Afturelding - Þróttur R.
Grindavík - Valur
FH - Þór/KA
Í átta liða úrslitum Mjólkurbikars karla mætast:
Víkingur R. - Fylkir
Keflavík - Valur
KA - Fram
Þór - Stjarnan