Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Buddy í eins leiks bann
Miðvikudagur 14. júní 2006 kl. 11:20

Buddy í eins leiks bann

Buddy Farah, varnarmaður í knattspyrnuliði Keflavíkur, var í gær úrskurðaður í eins leiks bann eftir fund aganefndar KSÍ. Buddy mun því missa af leik Keflavíkur og Vals í Landsbankadeildinni þann 21. júní næst komandi.

Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, og Guðmundur Mete voru einnig dæmdir í leikbann en þeir hafa þegar tekið út bannið með því að hafa fylgst með leik Keflavíkur og Fylkis frá áhorfendapöllunum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024