Buddy farinn frá Keflavík
Buddy Farah hinn líbanski hefur yfirgefið herbúðir Keflvíkinga en stjórn knattspyrnudeildarinnar ákvað að segja upp samningi við leikmanninn sem hefur ekki staðið undir væntingum sem til hans voru gerðar.
Fotbolti.net greindi frá þessu í gærkvöldi og hafði þar eftir Rúnari Arnarsyni, formanni deildarinnar, að ekki yrði leitað að öðrum leikmanni í stað Farah.
Keflavík mætir N-Írska liðinu Dungannon Swifts í Inter-TOTO keppninni í dag og hefst leikurinn á Keflavíkurvelli kl. 17.
Buddy í leik gegn Víkingi á dögunum