Brynjar semur við Keflavík
Knattspyrnumaðurinn Brynjar Örn Guðmundsson hefur gert þriggja ára samning við Keflavík en Brynjar er 26 ára gamall og uppalinn Keflvíkingur.
Brynjar var á mála hjá Keflavík árin 2001-2003 en hefur verið í baráttunni með Reyni Sandgerði síðustu tvö tímabil.
Brynjar var valinn knattspyrnumaður ársins hjá Reyni í fyrra en hann á að baki 58 meistaraflokksleiki fyrir Keflavík og Reyni.
Mynd: Jón Örvar Arason- Brynjar Örn Guðmundsson verður í eldlínunni með Keflavík í sumar.