Brynjar fær Keflavíkur-K á kinn
Það var líf og fjör í Landsbankanum í Keflavík í dag en þá stóð áhagendum Keflavíkur til boða að fá andlitsmálun fyrir bikarúrslitaleik í Laugardalshöllinni.
Fjölmargir krakka mættu til að fá K-ið sitt á kinnina eða rendur í Keflavíkurlitunum í andlitið. Brynjar Freyr Garðarsson, var einn margra sem nýttu sér þetta og sést hér í málun hjá einni stúlknanna sem munduðu litina.
Einnig komu margir til að kaupa sér miða í forsölu fyrir leikinn stóra hjá Keflavík gegn Grindavík sem og að kaupa K-tattú og annað Keflavíkurdót.
Fjölmargir krakka mættu til að fá K-ið sitt á kinnina eða rendur í Keflavíkurlitunum í andlitið. Brynjar Freyr Garðarsson, var einn margra sem nýttu sér þetta og sést hér í málun hjá einni stúlknanna sem munduðu litina.
Einnig komu margir til að kaupa sér miða í forsölu fyrir leikinn stóra hjá Keflavík gegn Grindavík sem og að kaupa K-tattú og annað Keflavíkurdót.